Mannlegi þátturinn

Edda Björgvins og Ragnar Bragason föstudagsgestir og morgunmatur í matarspjallinu

Í dag voru föstudagsgestirnir tveir, annar var með okkur hér í Reykjavík, Ragnar Bragason leikstjóri, og fyrir norðan í hljóðveri RÚVAK var Edda Björgvinsdóttir leikkona, en þau frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Felix og Klöru hér á RÚV á sunnudaginn. Edda og Jón Gnarr leika titilhlutverkin, hjónin Felix og Klöru sem standa á tímamótum. Við fengum þau auðvitað til segja okkur aðeins frá nýju þáttaröðinni, en svo fórum við líka aftur í tímann eing og við gerum gjarnan með föstudagsgestum þáttarins, en í dag rifjuðu Ragnar og Edda upp sambandið við ömmur þeirra og afa og það eldast.

Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti auðvitað á sínum stað. Í dag töluðum við um mismunandi morgunmat, jafnvel bröns, íslenskar, amerískar og japanskar pönnukökur, og mismunandi aðferðir til elda egg.

Tónlist í þættinum í dag:

Handaband / Possibillies (Jón Ólafsson, texti Sigmundur Ernir Rúnarsson)

Kossaflóð / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Það blanda allir landa upp til stranda / Lónlí blú bojs (Merle Haggard, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

3. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,