Mannlegi þátturinn

Vellíðan og velsæld á vinnustað, Berklar á Íslandi og Þorsteinn um sykursýki eitt

Vellíðan og velsæld á vinnustaðnum skiptir miklu máli. Við eyðum flest svo miklum tíma í vinnunni það ætti vera þess virði vinna því líða vel í þeim aðstæðum. Þær Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir eru báðar sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum og þær kenna einmitt þetta í fyrirtæki sínu Auki og þær eru líka með fjögur mismunandi námskeið á vegum Endurmenntunar sem tengjast mannauðsmálum þar sem þær meðal annars skoða faglega hegðun og samskipti á vinnustaðnum og erfið starfsmannamál. Við fengum þær til fræða okkur meira um þetta í dag.

Berklar eru einn lífshættulegasti smitsjúkdómur sem gengið hefur á land hér. Veikin lagðist einkum á ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur. Upp úr 1950 fór draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar en dánartala berklasjúklinga á Íslandi var ein hæsta í Evrópu. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur kom til okkar í dag en út er komin bókin Berklar á Íslandi sem hún skrifaði, full af fróðleik og frásögnum.

Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur, hún hélt áfram umfjöllun sinni um sykursýki eitt og þá áskorun sem fylgir því vera með sjúkdóminn. Þorsteinn Hálfdánarson er einn þeirra sem hefur glímt við sjúkdóminn en hann greindist við fimm ára aldur. Hann er 28 ára í dag og á rúmum tveimur áratugum hefur tækninni fleygt fram og tækjabúnaður verður sífellt handhægari og auðveldari í notkun við daglegar insúlíngjafir og blóðsykursmælingar. Hins vegar getur verið mikil áskorun lifa með þessum sjúkdómi sem kallar á agaðan lífstíl. Öráreitið er daglegt brauð eins og pípandi tæki og óútskýrt blóðsykurfall í tíma og ótíma. Þorsteinn sagði Helgu frá því hvernig er lifa með sykursýki eitt sem er ólæknandi, enn sem komið er, en hann bindur vonir við það breytist í framtíðinni.

Tónlist í þættinum í dag:

Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Iller & Norman, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Er líða fer jólum / Raggi Bjarna (Gunnar Þórðarson, texti Ómar Ragnarsson)

Jólaljósin / Borgardætur (erlent lag, texti Andrea Gylfadóttir)

Jólasólin / Grétar Örvarsson og Páll Rósinkranz (Marks & Marks, texti Kristján Hreinsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,