Mannlegi þátturinn

ÖBÍ réttindasamtök, Íslendingafélagið í Osló og Grensásdeild

Á laugardaginn fer fram formannskjör hjá ÖBÍ réttindasamtökum, en þau sinna réttindamálum fólks með fötlun. Af því tilefni fengum við fráfarandi formann samtakanna, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur til þess fara með okkur yfir stöðuna í þessum málaflokki, sögu samtakanna og árin sex sem hún hefur verið formaður.

Íslensk menningarhátíð fer fram í Osló dagana 19.-21. október næstkomandi. Hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni og mun til dæmis forseti Íslands heiðra hátíðina með nærveru sinni á öllum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir þessa daga. Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir var á línunni frá Lörenskog við Osló í þættinum í dag.

Á föstudagskvöld verður í sjónvarpinu söfnunar- og skemmtiþáttur fyrir Grensásdeild, Gefum byr undir báða vængi, þar sem safnað verður fyrir tækjum til endurhæfingar. Þar mun fjöldi listafólks, sérfræðinga, skjólstæðinga deildarinnar og annarra velunnara koma fram. Við fengum Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á endurhæfingardeildinni, og Maríu Björk Viðarsdóttur, sem sagði okkur sína reynslusögu, en hún var í endurhæfingu á Grensásdeild í heilt ár eftir bílslys.

Tónlist í þættinum

Me and Bobby McGee / Janis Joplin (Kris Kristoferson og Fred Foster)

Coal Miners Daughter / Sheryl Crow, Loretta Lynn og Miranda Lambert (Loretta Lynn)

My Friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Helgason)

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,