Mannlegi þátturinn

Að gleyma sér, söngvar úr suðri og norðri og innra og ytra virði

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var hjá okkur í dag, en hann skrifar mikið af pistlum og hugleiðingum sem hann deilir meðal annars á akureyri.net. Þar hefur hann meðal annars skrifað um geðheilsu aldraðra, orkuveitu heilans, það vera öðruvísi og það gleyma sér. Við ræddum við Ólaf í dag um mikilvægi þess gleyma sér og nokkrar aðferðir til þess.

Við litum inná æfingu í Salnum í gær, þar hittum við óperusöngvarana Kristinn Sigmundsson Kolbein Ketilsson og píanóleikarann Matthildi Önnu Gísladóttur. Á morgun halda þau tónleika með söngvum úr suðri og norðri, en dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur í dag það sem við köllum Mannleg samskipti. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt. Í dag talaði hann svo um innra og ytra virði okkar og hvernig getur verið misræmi þar á milli.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson)

Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds)

Fly me to the Moon / Frank Sinatra og hljómsveit Count Basie (Bart Howard)

Það er draumur vera með dáta / Soffía Karlsdóttir (Edward Brink, texti Bjarni Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

25. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,