• 00:06:12Gestur Einar Jónasson - föstudagsgestur
  • 00:23:25Gestur Einar - seinni hluti
  • 00:41:19Matarspjallið að norðan

Mannlegi þátturinn

Gestur Einar föstudagsgestur og matarspjall að norðan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag heitir einmitt Gestur, Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaður og leikari. Hann vann í um tuttugu ár hjá RÚVAK á Akureyri, stjórnaði nokkrum af vinsælustu útvarpsþáttum Rásar 2 og var í fréttum og íþróttafréttum. Hann er einnig leikari, stóð á sviðinu hjá Leikfélagi Akureyrar í um tvo áratugi og lék í kvikmyndum, flestir muna eftir honum í hlutverki Georgs í Stellu í orlofi. Gestur Einar lærði líka fljúga og var safnstjóri á Flugsafninu á Akureyri en er hann fluttur suður. Við fórum með honum aftur í tímanna, æskuárin á Akureyri, áhættuatriði í kvikmyndum sem enduðu misvel og margt fleira.

Svo var það matarpsjallið með Sigurlaugu Margréti. Guðrún og Sigurlaug voru báðar fyrir norðan og það hafði talsverð áhrif á matarspjall dagsins. Laufabrauð með kúmeni, gelgjufæði, Akureyringur, kók í bauk og fyrsti í aðventu komu við sögu.

Tónlist í þættinum í dag:

Stella í orlofi / Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Valgeir Guðjónsson)

Án þín / Trúbrot (Holland, Holland & Dozier, texti Þorsteinn Eggertsson)

Tiny Dancer / Elton John (Elton John, texti Bernie Taupin)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,