• 00:05:58Húsnæðisvextir bankanna-Neytendasamtökin
  • 00:35:12Veðurspjall-Einar Sveinbjörnsson

Mannlegi þátturinn

Vaxtamál bankanna og Neytendasamtökin, Veðurspjall Einar Sveinbjörnsson

Íslenskum bönkum er ekki heimilt breyta vöxtum vild og skilmálar í lánasamningum þeirra teljast ekki uppfylla skilyrði um gegnsæi og skýrleika. Þetta kemur fram í nýlegu áliti EFTA dómstólsins vegna mála sem Neytendasamtökin höfðuðu á hendur þremur bönkum í sex málum, vegna matskenndra og ógegnsærra vaxtaákvarðana. En hvað þýðir þetta fyrir neytendur? Sjálfa lántakendur og hvað geta þeir gert til verða hreyfiafl í þessu risavaxna máli ef dómstólar dæma Neytendasamtökunum í hag eftir álit EFTA dómstólsins? Formaður Neytendasamtakanna og lögmaður þeirra ræddu þetta mál í Mannlega þættinum í dag.

Við fengum svo Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing til okkar í gegnum símalínu hér á eftir, en hann er staddur í Kaupmannahöfn. Hann ætlar segja okkur frá áhugaverðri vinnustofu sem hann sótti með Vegagerðinni, líkani með aðferðum gerfigreindar til spá fyrir um yfirborðshita vega vetrarlagi. Gert á grunni hitamyndavéla í bílum Vegagerrðarinnar sem taka slíkar hitamyndir í sífellu á ferðum sínum. Og svo ræddum við líka um veðurútlitið næstu daga sem telst vera gott. 17. júní og langtímaspár fyrir næstu viku fram yfir sumarsólstöður sem nálgast óðfluga.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

11. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,