Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Arnór Pálmi Arnarson leikstjóri. Hann byrjaði mjög ungur að leikstýra kvikmyndaefni, sjónvarpsþáttaraðirnar Hæ gosi, Ligeglad, Ráðherrann, áramótaskaupið og fleiri. Og svo nú, ný spennuþáttaröð, Heimaey, sem hóf göngu sína hjá Sjónvarpi Símans í gær. Við ferðuðumst um í tíma og rúmi með Arnóri Pálma og forvitnuðumst auðvitað um þessa nýju þætti sem gerast, eins og nafnið gefur til kynna, í Vestmannaeyjum, en reyndar líka í Portúgal.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í dag ræddum við með henni um matsárni, vonir og væntingar, þegar kemur að því til dæmis að fara út að borða, í samanburði til dæmis við það að elda heima.
Tónlist í þættinum i dag:
Bella símamær / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Marc Fontenoy, texti Guðmundur Guðmundsson)
Ég veit þú kemur / Ási í Bæ (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
Golden Slumbers / Carry that Weight - The Beatles (Lennon & McCartney)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON