Mannlegi þátturinn

Krabbameinsfélagið Framför, kynbundinn tekjumunur lífeyris og narsisísk samskipti

Það er blár nóvember, þ.e.a.s. í þessum mánuði er vitundarvakning um blöðruhálskirtilskrabbamein hjá körlum. Við kynntum okkur helstu upplýsingar um það og krabbameinsfélagið Framför í þættinum í dag, en Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður og Hólmfríður Sigurðardóttir varaformaður komu í þáttinn og sögðu okkur frá starfi félagsins, Makafélaginu Traustir makar og fleiru.

Hvað tekur við þegar starfsævinni lýkur og eftirlaunaaldri er náð? Tekjumunur milli kvenna og karla helst ævina á enda og konur ekki bara lægri laun en karlar á vinnumarkaði heldur einnig lægri lífeyri. Á málstofu fyrr í morgun fóru sérfræðingar yfir tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna, þar var fjallað um lífeyriskerfið út frá jafnréttissjónarmiðum og velt upp möguleikum til jafna leikinn. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, kom í þáttinn og sagði okkur frá erindi sem hún hélt á málstofunni þar sem teknar voru saman tölur um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri. Hrafn Úlfarsson, sérfræðingur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, kom með Steinunni í þáttinn og fór yfir mun á lífeyrisgreiðslum til karla og kvenna hjá sjóðnum, hver þróunin hefur verið og framtíðarhorfur.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur í dag eins og undanfarna fimmtudaga og hélt áfram fræða okkur um mannleg samskipti. Í síðustu viku töluðum við um narsissisma og við héldum því áfram í dag, meðal annars hvað er hægt gera þegar kemur samskiptum við narsissíska einstaklinga.

Tónlist í þættinum i dag:

Eingetið ljóð / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)

I Would Run Away With You / Bambaló (Kristjana Stefánsdóttir)

Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,