• 00:05:03Hallgrímur Ólafsson - föstudagsgestur
  • 00:21:22Hallgrímur Ólafss. - seinni hluti
  • 00:37:49Matarspjallið með Halla melló

Mannlegi þátturinn

Hallgrímur Ólafsson föstudagsgestur og leynigestur í matarspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hallgrímur Ólafsson, eða Halli melló eins og hann er oft kallaður. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi, hann starfaði meðal annars á Akraborginni og fór á sjóinn með pabba sínum. Hann byrjaði ungur spila tónlist og syngja, fluttist um tvítugt til Reykjavíkur, fór í Leiklistarskólann, þar sem hann tengdi misvel við það sem þar var kennt og hefur svo meira og minna verið leika í leikhúsunum frá því hann útskrifaðist. Við fórum með Hallgrími á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Og svo sat Hallgrímur óvænt áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti í matarspjallinu. Þar talaði hann um sinn uppáhaldsmat, purusteik, kjötfars, saltfisk og fleira.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,