Mannlegi þátturinn

Ofbeldi gegn eldri borgurum, rannsóknir á barnamat og mannleg samskipti með Valdimari

Við fræddumst um ofbeldi gegn eldri borgurum í dag í kjölfar málþings sem Landsamband eldri borgara stóð fyrir um hvernig hægt er tryggja öryggi eldri borgara og þar sem varpað var ljósi á algengi ofbeldis gegn eldri borgurum á Íslandi. Þeir Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifuðu grein á visir.is þar sem þeir fóru yfir það sem kom fram á þinginu og þeir komu einmitt til okkar í dag og sögðu okkur frá því.

Í nýjasta tölublaði af Neytendablaðinu er sjónum beint yngstu neytendunum. Eðli máls samkvæmt njóta börn og unglingar meiri neytendaverndar en þau sem eldri eru en því miður er þó víða pottur brotinn. Systursamtök Neytendasamtakanna í Noregi og Bretlandi birtu nýlega rannsóknir sem sýna barnamatur í verslunum er ekki alltaf eins hollur og fólk heldur og þetta kemur mörgum foreldrum í opna skjöldu því þeir treysta því strangar reglur gildi um barnamat. Maukaður matur í skvísum telur um þriðjung alls barnamatar í verslunum og fingramatur, sem svo er kallaður, nýtur einnig vaxandi vinsælda. Sérfræðingar í næringu ungbarna, erlendis sem hérlendis, hafa áhyggjur af þróuninni, Brynhildur Pétursdóttir er ritstjóri Neytendablaðsins og hún sagði okkur betur frá þessum rannsóknum á barnamat í þættinum í dag.

Valdimar Svavarsson ráðgjafi kom til okkar í dag og við héldum áfram tala um mannlegi samskipti. Valdimar tók upp þráðinn þar sem hann endaði síðasta fimmtudag, með ástarsambönd, mismunandi þarfir og væntingar og hlutverk sem við göngum í í samböndum. Hann fór svo yfir grunn langlífra sambanda, hvað þarf til samband verði langlíft og hverjar eru viðvörunarbjöllurnar sem geta komið því úr jafnvægi.

Tónlist í þættinum:

Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson)

Fallegur dagur / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)

Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason)

It’s a Good Day / Peggy Lee (Peggy Lee & Dave Barbour)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

30. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,