Mannlegi þátturinn

Raddheilsan, geðheilbrigði á vinnustað og veðurspjallið

Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum til starfa sem talmeinafræðingur. Hún er menntuð í Danmörku og hefur starfað bæði þar og í Noregi. Hún hefur sérhæft sig í raddmeinum en raddmein geta stafað af margvíslegum toga og haft mikil áhrif á líf fólks hvort sem það hefur atvinnu af röddinni eða ekki. Hver er líffræðin á bak við góða raddbeitingu og hvaða æfingar er hægt gera til stuðla góðri raddbeitingu. Halldís kom til okkar í dag.

Alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis er 10.október næstkomandi og þema dagsins í ár er Geðheilbrigði á vinnustað. Mental ráðgjöf, í samstarfi við aðra, stendur fyrir átaki þar sem ætlunin er vekja máls á mikilvægi þess vinnustaðir hlúi andlegri heilsu starfsfólks og stuðli geðheilbrigðu vinnuumhverfi. Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjafar kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu átaki í dag.

Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í veðurspjallið í dag. Hann ræddi við okkur fyrst um flóð sem herjað hafa á víða um heimsbyggðina í sumar, m.a. í mið-Evrópu síðustu daga og á svæðum Sahel í Afríku, sem alla jafna eru þurr svæði. Svo ræddum um veðrið hér heima, lágan hita það sem af er september og grófar horfur út mánuðinn. Hann ætlar svo fræða okkur á næstunni um veðurathugunarstöðvarnar á landinu og þessu sinni sagði hann okkur frá Litlu-Ávík á Reykjanesi í Árneshreppi.

Tónlist í þættinum:

Ekki vill það batna / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Hvað er að? / Ellý Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)

Walk on By / Dionne Warwick (Burt Barcharach & Hal David)

Skítaveður / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

17. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,