Mannlegi þátturinn

Brosmildu stilltu börnin, Erla Stefánsdóttir söngkona og veðurspjall

Til geta skilið börn verður líta til frumtengsla þeirra og ummönnunaraðila, það þarf lesa svipbrigði, líkamlegt atferli, yrta og óyrta tjáningu barna svo unnt skima fyrir hættu í tengslasamböndum þeirra. Þetta er skrifað í lýsingu á námskeiðinu Brosmildu og stilltu börnin sem Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við HÍ, stýrir hjá Endurmenntun HÍ. Ragnheiður kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá námskeiðinu og til dæmis hvernig hægt er greina tengslahegðun barna sem búa við hættu.

Jónatan Garðarsson hefur heimsótt Mannlega þáttinn nokkrum sinnum upp á síðkastið og farið yfir feril þekktra íslenskra dægurlagasöngvara. Í dag er röðin komin söngkonunni Erlu Stefánsdóttur frá Akureyri sem er klárlega þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á ferli sínum og skemmti víða um land með ýmsum hljómsveitum. Erla fæddist 1947 í S-Þingeyjasýslu en fluttist til Akureyrar þar sem söngferill hennar hófst. Hún gerðist þá söngkona hljómsveitarinnar Póló sumarið 1964 en þeir félagar höfðu séð hana syngja sextán ára gamla á skólaskemmtun. Hún söng einnig á tímabili með Hljómsveit Ingimars Eydal. Hægt er sjá Erlu syngja í sjónvarpsþættinum Manstu gamla daga frá árinu 1991 hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/manstu-gamla-daga/28071/8bmiri

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjall. Hann talaði um páskaveðrið, þegar við upplifðum snjó og kulda hér á landi en á sama tíma voru slegin hitamet víða um heimþ Það var t.d. fáheyrður hiti á Sahel svæðinu í Afríku með 48,5 stiga hita í Malí. Svo er það biðin endalausa eftir eiginlegu vori, það glittir eiginlega ekki enn í almennilega vortíð og svo litum við á langtímaspár.

Tónlist í þættinum:

Þú ert ungur enn / Erling Ágústsson (Logan, Price, texti Erling Ágústsson)

Lóan er komin / Erla Stefánsdóttir (James Bland, ljóð Páll Ólafsson)

Góða nótt / Erla Stefánsdóttir (franskt þjóðlag, texti Egill Bjarnason)

Vor í dal / Karlakórinn Heimir, Óskar Pétursson einsöngur (Peter Wulsing, texti Freysteinn Gunnarsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,