Mannlegi þátturinn

Náttúran á Heilsuvaktinni, vinkill um nettröll og Dóra Björg lesandinn

Við byrjuðum þáttinn í dag á Helgu Arnardóttur og Heilsuvaktinni. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst náttúran hefur góð áhrif á okkur og gott betur því kórtisólið í líkamanum lækkar, blóðþrýstingur lækkar og hjartsláttur líka við það eitt vera úti í náttúrunni. Kristín Sigurðardóttir, bráða- og slysalæknir sem einblínt hefur á streitu og áhrif hennar síðustu ár, segir okkur þjást af náttúruleysi. Hún á sjálfsögðu ekki við getuleysi heldur er þetta þýðing hennar á fyrirbæri sem kallast á ensku nature deficit disorder. Með því verja dágóðum tíma í náttúrunni getum við dregið verulega úr neikvæðum áhrifum streitu í okkar daglega lífi. Helga Arnardóttir ræddi við Kristínu á Heilsuvaktinni í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í vinkli dagsins er komið víða við. Fyrst fjallar Guðjón aðeins um eggjaát, en aðal atriðið er frétt sem Guðjón las í gær um verið nota nettröll til ata frambjóðendur auri sem hleypti Guðjóni af stað í búa til sögu þar sem umboðsmenn nettrölla og frambjóðanda hittast til hafa samráð um aurkast sem leiðir inn í frásögn úr Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar og endar svo á kurteisisbrýningu. Þetta kom betur í ljós í vinkli dagsins.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Dóra Björg Árnadóttir sérfræðingur hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Við fengum vita hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafi haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Dóra Björg talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Piranesi e. Susanna Clarke

Hamnet e. Maggie O'Farrell

Gamache serían e. Louise Penny

The Thursday Murder Club e. Richard Osman

DaVinci Code e. Dan Brown

The Murder of Roger Ackroyd e. Agatha Christie

Dóra nefndi einnig Guðrúnu Helgadóttur, Astrid Lindgren, Harry Potter bækurnar og Twilight bókaröðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

21. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,