Mannlegi þátturinn

Fagleg handleiðsla, golfsumarið og þarmaflóran á Heilsuvaktinni

Við töluðum aðeins um mannlega þáttinn í Mannlega þættinum í dag, sem sagt mannlega þáttinn á vinnustöðum. Við höfum fjallað talsvert í þættinum um streitu og vanlíðan í vinnunni. Ef stemningin er ekki góð á vinnustaðnum, þar sem starfsfólk jafnvel upplifir sig vanmetið, lítilsvirt og óöruggt, þá eru talsvert meiri líkur á lenda í kulnun eða upplifa kulnunareinkenni. Við fengum þær séra Díönu Óskarsdóttur, doktor í handleiðslufræðum og Sigrúnu Harðardóttur doktor í félagsráðgjöf og dósend við Félagsráðgjafardeild HÍ, til segja okkur frá því hvernig fagleg handleiðsla getur nýst, t.d. sem forvörn og til styðja bæta vinnustaðamenninguna og getur jafnvel minnkað starfsmannaveltu og fjarveru vegna veikinda. Þær Díana og Sigrún útskýrðu þetta frekar fyrir okkur í þættinum.

Með hækkandi sól og hækkandi hitatölum spretta kylfingar úr hverju horni tilbúnir arka út á golfvelli landsins til elta litlu hvítu boltana í sem fæstum höggum ofan í holurnar. Í fyrravor komu golfvellirnir ekki vel undan vetri eftir frosthörkur, en spurningin er hvernig staðan er á þeim núna? Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna og hvað er framundan í golfinu í sumar.

Heilbrigð þarmaflóra er grunnurinn góðri heilsu bæði líkamlega og andlega. Þetta hafa rannsóknir sýnt fram á með afgerandi hætti undanfarin ár og gjörunnin matvæli, sykruð, söltuð og reykt vinna gegn góðri flóru. Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur í þarmaflóru segir lykilatriði borða eins ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxum í viku til hafa sem öflugasta flóru meltingarkerfinu. Hún nefnir hátt í 30 tegundir væru langbesta markmiðið, auk þess borða mikið af hnetum, fræjum og baunum. Sykurlausir gosdrykkir og orkudrykkir séu alslæmir fyrir bakteríubúskap í þörmunum og þá eigi drekka í algjöru lágmarki. Helga Arnardóttir ræddi við Birnu á Heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Pólstjarnan / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ágúst Pétursson, texti Kristján frá Djúpalæk)

Oh happy day / The Edwin Hawkins singers (Edwin Hawkins)

Im a believer / The Monkees (Neil Diamond)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

7. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,