• 00:05:24Jósep Ö. Blöndal baksérfræðingur
  • 00:32:50Guðrún Hálfdánardóttir - þáttaröðin Læsi

Mannlegi þátturinn

Jósep baksérfræðingur og þáttaröð um læsi

Margir þjást af bakverkjum í stuttan eða langan tíma og brjósklos er frekar algengur kvilli svo maður tali ekki um þursabit eða hekseskudd. Oft er erfitt finna útúr bakverkjum því þeir geta verið margvíslegir og einstaklingsbundir. Jósep Ó. Blöndal skurðlæknir einn af stofnendum háls- og bakdeildar Franciskuspítala, kom í þáttinn og fræddi okkur um bakverki, greiningu þeirra og meðhöndlun í ljósi reynslu aldanna og vísindanna. Hann fræddi okkur um algengustu orsakir bakverkja, nýjustu rannsóknir og fyrirbyggjandi æfingar.

Þáttaröðin Læsi sem er á dagskrá á sunnudögum hér á Rás 1 í umsjón Guðrúnar Hálfdánardóttur hefur vakið mikla athygli og næsta á sunnudag fer í loftið fjórði þáttur þar sem fjallað verður um aðgerðir í skólamálum og mikilvægi þess beita gagnreyndum aðferðum. Í þáttunum er rætt við skólastjórnendur, kennara, sérfræðinga í læsi, foreldra o.fl. á Höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi, Akranesi og Reykjanesi. Guðrún kom í þáttinn og sagði okkur frá þáttaröðinni og við heyrðum brot úr næsta þætti þar sem Guðrún talaði við Freyju Birgisdóttur, sviðsstjóra matssviðs Miðstöðvar menntunar og skólaþróunar.

Tónlist í þættinum

Núna / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)

Er of seint sér kaffi núna? / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson)

Marsbúa chacha / Bogomil Font og Milljónamæringarnir (Sigtryggur Baldursson og Sigurður Jónsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

7. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,