Mannlegi þátturinn

Samfélagsmiðlanotkun barna og leiksýning um Marlene Dietrich

Við höfum fjallað talsvert um samfélagsmiðlanotkun og snjalltækjanotkun, ekki síst unga fólksins, í þættinum og þær afleiðingar sem hún getur haft. Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við Sálfræðideild HR og barnasálfræðingur og Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor við Sálfræðideild HR og forstöðukona MSc námsins í hagnýtri atferlisgreiningu HR komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um niðurstöður íslenskra rannsókna á tengslum samfélagsmiðla og tölvunotkunar við líðan ungmenna og hagnýt ráð fyrir foreldra barna.

Söngleikur um ævi Marlene Dietrich var frumsýndur fyrir nokkrum dögum á Hótel Parliament, í Sjálfsstæðissalnum, sem margir þekkja betur sem gamla Nasa salinn. Höfundur og aðalleikona verksins, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikkona og söngkona, féll fyrir ævisögu Dietrich sem hún fékk í jólagjöf frá systur sinni. Í sýningunni notar hún lög Dietrich til segja söguna, en Sigríður syngur á fjórum tungumálum en leiknu atriðin eru á íslensku. Farið er í gegn um líf Marlene Dietrich, ástir og ævintýri, örvætingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld. Við ræddum við Sigríði Ástu Olgeirsdóttur í þættinum.

Tónlist í þætti dagsins:

vinur minn / Fjallabræður (Halldór Gunnar Pálsson, texti Halldór Gunnar Pálsson og Magnús Þór Sigmundsson)

Harvest moon / Neil Young (Neil Young)

Lili Marlene / Marlene Diethrich (Norbers Schultze)

Ich bin von kopf bis fuzz auf Liebe eingestellt / Marlene Dietrich (Frederick Hollaender)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,