Mannlegi þátturinn

Jafningjastarf í geðheilbrigðismálum, styrktarsjóður geðheilbrigðis og Gló stuðningsfélag

Jafningjastuðningur innan geðheilbrigðiskerfisins hefur færst í aukana og starfa jafningjar á mörgum stofnunum og deildum fyrir fólk í geðrænni krísu. Í september útskrifuðust 15 nemendur búsettir á Íslandi úr námi við Yale, alþjóðlegu leiðtogaþjálfunarnámi sem boðið er upp á af Bata- og lýðheilsudeild háskólans. Þessir nemendur luku gagnvirku og þverfaglegu fjarnámi sem Yale prófessorar og leiðbeinendur á Íslandi stóðu að. Námið var upphaflega hannað af einstaklingum með reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og erfiðleikum í daglegu lífi. Fyrir þremur árum hóf Traustur kjarni, sem eru félagasamtök, námskeið hér á landi sem undirbúning til verða jafningjastarfsmaður. Námskeiðin eru byggð á sömu forsendum og Yale námið. Elín Ebba Ásmundsdóttir hjá Hlutverkasetri kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá mikilvægi jafningastarfs.

Styrktarsjóður geðheilbrigðis úthlutaði í vikunni í fimmta sinn samtals tuttugu og fimm og hálfri milljón til nítján verkefna. Tilgangur sjóðsins er stuðla framförum í geðheilbrigðismálum með því veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa landsins og/eða skilning þar á. Sérstök áhersla var lögð á geðheilbrigði barna og ungmenna þetta árið. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar kom til okkar í dag og sagði okkur frá því hvaða verkefni fengu styrki og hvað þau standa fyrir.

Í apríl síðastliðnum kom Bergljót Borg framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til okkar því félagið var kalla eftir hugmyndum um nýtt nafn og merki, sem næðu betur utan um núverandi starfsemi og gildi félagsins. Nafnið er fundið, Gló stuðningsfélag, og Bergljót sagði okkur í dag frá nýja nafninu, nýja merkinu og starfseminni.

Tónlist í þættinum í dag:

Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson (Jenni Jóns)

Stjörnur stara / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal)

Streets of Philadelphia / Bruce Springsteen (Bruce Springsteen)

Bopp og / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,