Mannlegi þátturinn

Hörður Torfa og múrarnir falla, Uppskrift að jólum og La bohéme í Borgarleikhúsinu

Í bók sinni, Þegar múrar falla, fjallar Hörður Torfason um persónuleg og samfélagsleg mál, reynslu og átök hans við samfélagið síðastliðin 50 ár. Hann segir hann hafi þurft brjóta niður þá múra sem voru innra með honum til þess geta tekist á við ytri múra. Það gerði hann með sýnileika og hugrekki. Hörður kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá bókinni og innri og ytri múrum.

Sigurður Þorri Gunnarsson fjölmiðlamaður og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona verða saman með jólaþætti á aðventunni, Uppskrift jólum. Markmiðið er hafa það huggulegt á aðventunni, elda mat, kynnast skemmtilegu fólki, og þau velta fyrir sér jólatónlist og kynna sniðugar jólahugmyndir. Fyrsti þátturinn er einmitt á á dagskrá annað kvöld.

Á síðustu árum hefur Óður getið sér gott orð fyrir skemmtilegar sýningar þar sem ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk færir sígilda tónlist í nýjan búning. Óður hefur sýnt 57 sýningar af fjórum óperuuppfærslum frá stofnun árið 2021. La bohéme eftir Puccini er ein vinsælasta ópera allra tíma og birtist í þeirra flutningi fyrsta sinn á íslensku í nýrri þýðingu. Sagan segir frá ungum listamönnum í París á 19.öld þar sem heit ástríða þeirra fyrir lífinu glímir við kaldan raunveruleikann. Ragnar Pétur Jóhannsson og Níela Thibaud Girerd komu í þáttinn í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Sleðaferð / Skapti Ólafsson (Leroy Anderson, texti Jólakettir)

Gjöfin / Hörður Torfason (Hörður Torfason)

Jólakveðjur / Eyjólfur Kristjánsson (Þorgeir Ástvaldsson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Hvít jól / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms (Irving Berlin, texti Stefán Jónsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,