• 00:06:50Hrefna Óskarsd. - rannsókn um eftirfylgni
  • 00:28:49Heilsuvaktin - Lilja Ósk Snorradóttir

Mannlegi þátturinn

Eftirfylgni borgar sig og Lilja Ósk um Heimsins besta dag í helvíti

Af hverju hættir fólk nota eitthvað sem virkar? Og af hverju gerir fólk ekki það sem það segist ætla gera til efla heilsuna sína? Þessar spurningar urðu kveikjan rannsókn Hrefnu Óskarsdóttur iðjuþjálfa á Reykjalundi og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. En hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknarinnar, sem hún segir hafi verið bæði óvæntar og í raun mannlegar. Lausnin felst í meiri eftirfylgni sem getur í framhaldi sparað gríðarlegar upphæðir fyrir heilbrigðiskerfið.

Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Lífi Lilju Óskar Snorradóttur kvikmyndaframleiðanda var umturnað í einu vetfangi eftir slys sem hún lenti í árið 2021 með þeim afleiðingum hún hlaut heilahristing með alvarlegum eftirköstum á borð við minnisleysi, úthaldsleysi, sjóntruflanir, hljóðviðkvæmni, erfiðleika við lesa, mynda setningar og skilja samtöl, en Lilja upplifði djúpt þunglyndi í kjölfarið. Það tók Lilju hátt í þrjú ár bata en hún byrjaði skrifa dagbók um líðan sína sem endaði í nýútkominni bók: Heimsins besti dagur í helvíti. Bókin er lýsing á því erfiða líkamlega og andlega ferðalagi sem hún neyddist til undirgangast til heilsu á ný. Helga Arnardóttir ræddi við Lilju í tilefni af útkomu bókarinnar.

Lög í þættinum í dag:

Fólkið í blokkinni/Eggert Þorleifsson(Ólafur Haukur Símonarson)

Eitt af blómunum / Páll Óskar og Benni Hemm Hemm (Páll Óskar Hjálmtýsson og Benedikt Hermann Hermannsson)

Vísa um veginn / Stína Ágústsdóttir (höf. Ókunnur, texti Kristín Birgitta Ágústsdóttir)

I Feel the Earth Move / Carole King (Carole King)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

21. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,