Mannlegi þátturinn

Helga og Heilsuvaktin, Sirrý og Lífskraftur og Friðrik og arabískar nætur

Helga Arnardóttir kom til okkar í dag, en hún verður með Heilsuvaktina annan hvern þriðjudag í þættinum, eins og síðasta vetur. Í dag sagði hún okkur frá því sem hún ætlar fjalla um í haust, til dæmis langvarandi einkenni Covid, þyngdarstjórnunarlyfjum, breytingar á lífstíl til bata eða tökum á sjúkdómum, heilsusamlegt mataræði og hreyfingu, mýtur þegar kemur heilsu og fleira.

Á Íslandi greinast árlega 15-20 konur með leghálskrabbamein og 3-5 deyja árlega vegna þess. Áhrifin eru auðvitað mikil á fjölskyldur, aðstandendur, samfélagið og atvinnulífið og meðferðin kostar gríðarlega mikið. Sirrý Ágústsdóttir er stofnandi Lífskrafts og hefur greinst með leghálskrabbamein tvívegis. Hún kom í þáttinn og sagði okkur frá Lífskrafti, sinni reynslu og markmiðinu Ísland verði fyrsta þjóðin í heiminum til útrýma leghálskrabbameini.

Við forvitnuðumst svo lokum um arabíska menningu sem er fagnað með tónlist og dansi í Kramhúsinu þessa vikuna. Friðrik Agni Árnason skipuleggur hátíðina Arabískar Nætur í Reykjavík, ásamt Írisi Stefaníu, þar sem þau vilja sýna þennan fjarræna menningarheim í jákvæðu ljósi. Við heyrðum í Friðrik í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Don’t Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson)

In My Life / The Beatles (Lennon & McCartney)

Missisippi / Cactus Blossom

Men Nazra / Nancy Ajram (Ziad Jamal)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

9. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,