Mannlegi þátturinn

Skaðaminnkunarverkefni RKÍ, Dagur heyrnar og veðrabrigði í veðurspjallinu

Við fræddumst í dag um skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými. Sigríður Ella, teymisstjóri skaðaminnkunar- og félagsverkefna Rauða Krossins og Jónína Guðný Bogadóttir hjúkrunarfræðingar í skaðaminnkunarverkefnunum komu í þáttinn og fræddu okkur til dæmis um hugmyndafræði skaðaminnkunar, þau áhrif sem verkefnin hafa og þær ranghugmyndir sem gjarnan koma upp gagnvart skaðaminnkunarverkefnum.

Dagur heyrnar var í gær og þema dagsins í ár er Breytt viðhorf, gættu réttinda þinna. Markmið dagsins er vekja fólk til umhugsunar um eigin ábyrgð á heyrnaheilsu. Hildur Heimisdóttir kennsluráðgjafi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og í Hlíðaskóla, kom í þáttinn.

Einar Sveinbjörnsson var svo hjá okkur í dag með veðurspjallið. Í dag talaði Einar um sjávarflóðin undanfarið og í rauninni hafi heppnin verið með okkur ekki fór verr, til dæmis með tilliti til sjávarborðshækkunar síðustu 70 árin. Svo eru verða veðrabrigði, í dag ætti vera síðasti dagurinn með rosaveðri. Einar sagði okkur frá þessu og fleiru í veðurspjalli dagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Lífsbókin / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, texti Laufey Jakobsdóttir)

That’s What Friends are For / Dionne Warwick, Elton John, Gladys Knight og Stevie Wonder (Burt Bacharach & Carole Bayer Sager)

Regndropar falla við hvert fet / Engilbert Jensen (Burt Bacharach, texti Þorsteinn Eggertsson)

Nýfallið regn / Moses Hightower (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,