Við fræddumst í dag um skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými. Sigríður Ella, teymisstjóri skaðaminnkunar- og félagsverkefna Rauða Krossins og Jónína Guðný Bogadóttir hjúkrunarfræðingar í skaðaminnkunarverkefnunum komu í þáttinn og fræddu okkur til dæmis um hugmyndafræði skaðaminnkunar, þau áhrif sem verkefnin hafa og þær ranghugmyndir sem gjarnan koma upp gagnvart skaðaminnkunarverkefnum.
Dagur heyrnar var í gær og þema dagsins í ár er Breytt viðhorf, gættu réttinda þinna. Markmið dagsins er að vekja fólk til umhugsunar um eigin ábyrgð á heyrnaheilsu. Hildur Heimisdóttir kennsluráðgjafi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og í Hlíðaskóla, kom í þáttinn.
Einar Sveinbjörnsson var svo hjá okkur í dag með veðurspjallið. Í dag talaði Einar um sjávarflóðin undanfarið og að í rauninni hafi heppnin verið með okkur að ekki fór verr, til dæmis með tilliti til sjávarborðshækkunar síðustu 70 árin. Svo eru að verða veðrabrigði, í dag ætti að vera síðasti dagurinn með rosaveðri. Einar sagði okkur frá þessu og fleiru í veðurspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Lífsbókin / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, texti Laufey Jakobsdóttir)
That’s What Friends are For / Dionne Warwick, Elton John, Gladys Knight og Stevie Wonder (Burt Bacharach & Carole Bayer Sager)
Regndropar falla við hvert fet / Engilbert Jensen (Burt Bacharach, texti Þorsteinn Eggertsson)
Nýfallið regn / Moses Hightower (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON