• 00:06:53Kristín Sigurðardóttir læknir - áhrif áfengis
  • 00:35:26Sóley og Auðbjörg - miðaldra uppistand

Mannlegi þátturinn

Kristín Sigurðardóttir um áhrif áfengis og Sóley og Auðbjörg fyndnari en nokkru sinni

Það standa yfir læknadagar í Hörpu og ráðstefnan opnaði á mánudeginum með tveimur málþingum um áfengi og lýðheilsu og það hefur vakið athygli í fjölmiðlum og áfram verður fjallað um þetta mikilvæga málefni á opnu málþingi fyrir almenning í kvöld kl.20.00 - Áfengi í alfaraleið. Síðastliðinn mánudag flutti Kristín Sigurðardóttir læknir erindi sem hét Flótti í flöskuna áhrif álags og áfalla. Kristín starfaði lengi sem bráðalæknir og varð vör við breytingu á afleiðingum áfengisneyslu eftir hún kom heim úr sérnámi og lenging á opnunartíma öldurhúsa hafði átt sér stað. Kristín fór með okkur yfir þessi mál í þættinum í dag.

Sóley Kristjáns og Auðbjörg Ólafs eru, eins og þær orða það sjálfar, tvær miðaldra á breytingarskeiðinu sem eru ferskari og fyndnari en nokkru sinni fyrr, enda konur með reynslu. Þær hafa verið saman með uppistandssýningu sem kallast Af hverju fórum við ekki bara á gönguskíði? sem þær ferðuðust með um landið. Þær eru með aðra sýningu í Tjarnarbíói sem þær kalla Konur þurfa bara... í henni fjalla þær um lærdóminn og það skemmtilega sem svona brölti miðaldra kvenna fylgir. Þær sögðu okkur aðeins frá þessu svokallaða brölti í dag.

Tónlist í þættinum:

Norðurljós / Eyjólfur Kristjánsson (Gunnar Þórðarsson, texti Ólafur Haukur Símonarson)

GMF / John Grant (John Grant)

Ferry Cross the Mercy / Gerry and the Pacemakers

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

21. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,