Við fræddumst um Sóknaráætlun Vestfjarða í þættinum í dag, en Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða. Sóknaráætlanir hafa skilað töluverðu til landshlutanna og hafa fjölmörg verkefni komið til framkvæmda fyrir þeirra tilstuðlan. Fjöldi verkefna hefur fært sér Uppbyggingarsjóðinn í nyt sem eflt hafa menningar- og atvinnulíf á svæðinu. Við töluðum í dag við Skúla Gautason menningarfulltrúa Vestfjarða.
Karna Sigurðardóttir kvikmyndagerðarkonu er ein þeirra sem hlaut styrk úr Uppbyggingasjóðnum fyrir verkefnið Skjaldbökuna, en það er námskeið í heimildamyndagerð fyrir krakka á miðstigi, 10-12 ára, þar sem þau hafa gert stuttar heimildarmyndir um fjölbreytt umfjöllunarefni í þeirra nágrenni. Karna sagði okkur betur frá í þættinum.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinu í þetta sinn var Elín Björk Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur en hún starfar sem ritstjóri og verkefnastjóri hjá Háskólaútgáfunni. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Elín Björk talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Wifedom: Mrs Orwell’s Invisible Life e. Anna Funder
Huldukonan eftir Fríðu Ísberg
Emily Wilde-serían e. Heather Fawcett
Jonathan Strange and Mr. Norrell e. Susanna Clarke
Guðrún Eva Mínervudóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Kristín Marja Baldursdóttir,
og Sarah Waters og höfundarverk hennar
Tónlist í þættinum:
Upp í sveit / Hjálmar (Magnús Eiríksson)
Blue Valley Songbird / Dolly Parton (Dolly Parton)
Ísland / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON