Mannlegi þátturinn

Hrefna Hallgríms föstudagsgestur og kæfa í matarspjallinu

Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona var föstudagsgesturinn hjá okkur í þetta sinn. Hrefna fer með eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum um Felix og Klöru sem sýndir voru hér á RÚV við miklar vinsældir en Hrefna lék dóttur þeirra hjóna. Hrefna er þó þekktari sem Skrítla í tvíeykinu Skoppa og Skrítla sem hún og Linda Ásgeirsdóttir hafa glatt íslensk börn með í rúm 20 ár. Þegar Hrefna nam jákvæða sálfræði í háskóla nýlega og komst því svo sannarlega hafa þær stöllur haft jákvæð áhrif á börn. Við fórum með Hrefnu aftur í tímann í æskuna, hún sagði frá því þegar bróðir hennar veiktist alvarlega mjög ungur aldri og þau áhrif sem það hafði á hana og alla fjölskylduna. Svo var það dansinn og leiklistin, en hún fór í leiklistarnám í Flórída og vann svo í New York, meðal annars í dýragarðinum.

Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað og í dag var það kæfan sem átti sviðið. Sigurlaug hringdi í Sólveigu Ólafsdóttur, sem sagði okkur frá kindakæfugerð í æsku, þar sem bleyjupottur kom við sögu, svo voru alls konar kæfur ræddar frá öllum sjónarhornum í framhaldi af spjallinu við Sólveigu.

Tónlist í þættinum í dag:

Hinsegin jólatré / Bogomil Font (Cathy Linn, texti Sigtryggur Baldursson)

Sky Full of Stars / Coldplay (Avicii, Chris Martin, Guy Berryman, Jonny Buckland & Will Champion)

Driving Home for Christmas / Chris Rea (Chris Rea)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,