• 00:06:29Guðrún og Hrönn - Samhjálp og ABC barnahjálp
  • 00:27:54Axel Finnur hjartalæknir á Heilsuvaktinni

Mannlegi þátturinn

Samhjálp og ABC barnahjálp og Axel Finnur á Heilsuvaktinni

Við vorum á hjálparstarfsnótum í þættinum í dag. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar og Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar komu til okkar. Við töluðum við þær um starfsemi Samhjálpar g ABC barnahjálpar, mikilvægi sjálfboðaliða og það hversu mikilvægt er gefa af sér og kenna börnunum okkar samkennd.

Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. þessu sinni ræddi Helga við Axel Finn Sigurðsson hjartalækni en þessi umfjöllun er miðuð karlmönnum um og yfir fimmtugt. Axel ræddi þó í þetta sinn ekki um háþrýsting og ofþyngd sem auðvitað geta valdið kransæða- og hjartasjúkdómum heldur aðra þætti sem einnig hafa mikil áhrif þegar kemur hjartaheilsu eins og t.d. félagsleg einangrun. Hann ræddi um svokallaða D-týpu karlmanna sem einangra sig gjarnan frá vinum og vandamönnum, miklu frekar en konur, og telja sig ekki hafa þörf fyrir þá, byrgja inni tilfinningar og vanlíðan, þjást mögulega af þunglyndi og leita í áfengi til losa um streitu.

Tónlist í þættinum í dag:

Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)

Ég þarf enga gjöf í ár / Lón (Ásgeir Aðalsteinsson, Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson)

I’ll be Home for Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Ram, Gannon & Kent)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

16. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,