• 00:09:53Ásgeir Ásgeirsson - ný þreföld vínilplata
  • 00:35:58Þorfinnur Skúlason - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Ásgeir og heimstónlistardjassinn og Þorfinnur lesandi vikunnar

Ásgeir Ásgeirsson tónlistarmaður gaf nýverið út þrefalda vínilplötu eftir 5 ár í vinnslu. Crossing Borders heitir platan og á hennir er frumsamin jazztónlist með heimstónlistaráhrifum, hljóðrituð af tónlistarmönnum búsettum á Íslandi, Indlandi, Jórdaníu og Íran. Ásgeir hefur farið í ferðir til þessara landa, sótt einkatíma á strengjahljóðfæri, farið á námskeið, spilað með þarlendum tónlistarmönnum og komið þar fram í fjölmiðlum. Ásgeir hefur miðlað áhrifum þessarar tónlistar undanfarin ár og við ræddum við hann í dag um þetta ferli og nýja þrefalda vínylinn, Crossing Borders.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorfinnur Skúlason íslenskufræðingur og vefstjóri. Hann sagði okkur frá því í dag hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þetta eru bækurnar sem Þorfinnur hefur lesið undanfarið:

Eilífðarvetur e. Emil Hjörvar Petersen

Grænmetisætan e. Han Kang

Sjá dagar koma e. Einar Kárason

Innanríkið Alexíus e. Bragi Ólafsson

Svo bætti hann við eftirfarandi bókum sem hafa haft sérstaklega mikil áhrif á hann í gegnum tíðina:

Öræfi e. Ófeig Sigurðsson

Glæsir e. Ármann Jakobsson

Skugga-Baldur e. Sjón

Ævisaga Gylfa Ægissonar e. Sólmund Hólm

Breytileg Átt e. Ása í

Sofðu ást mín e. Andra Snæ Magnason

Tónlist í þættinum í dag:

Allt í fína / Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Karl Orgeltríó (Karl Olgeirsson)

Cairo Vibe / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)

Trip to India / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)

Torfi á orfi / Snorri Helgason (Snorri Helgason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

1. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,