Ásgeir Ásgeirsson tónlistarmaður gaf nýverið út þrefalda vínilplötu eftir 5 ár í vinnslu. Crossing Borders heitir platan og á hennir er frumsamin jazztónlist með heimstónlistaráhrifum, hljóðrituð af tónlistarmönnum búsettum á Íslandi, Indlandi, Jórdaníu og Íran. Ásgeir hefur farið í ferðir til þessara landa, sótt einkatíma á strengjahljóðfæri, farið á námskeið, spilað með þarlendum tónlistarmönnum og komið þar fram í fjölmiðlum. Ásgeir hefur miðlað áhrifum þessarar tónlistar undanfarin ár og við ræddum við hann í dag um þetta ferli og nýja þrefalda vínylinn, Crossing Borders.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorfinnur Skúlason íslenskufræðingur og vefstjóri. Hann sagði okkur frá því í dag hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þetta eru bækurnar sem Þorfinnur hefur lesið undanfarið:
Eilífðarvetur e. Emil Hjörvar Petersen
Grænmetisætan e. Han Kang
Sjá dagar koma e. Einar Kárason
Innanríkið – Alexíus e. Bragi Ólafsson
Svo bætti hann við eftirfarandi bókum sem hafa haft sérstaklega mikil áhrif á hann í gegnum tíðina:
Öræfi e. Ófeig Sigurðsson
Glæsir e. Ármann Jakobsson
Skugga-Baldur e. Sjón
Ævisaga Gylfa Ægissonar e. Sólmund Hólm
Breytileg Átt e. Ása í bæ
Sofðu ást mín e. Andra Snæ Magnason
Tónlist í þættinum í dag:
Allt í fína / Ragnar Bjarnason og Katrín Halldóra Karl Orgeltríó (Karl Olgeirsson)
Cairo Vibe / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)
Trip to India / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)
Torfi á orfi / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON