Mannlegi þátturinn

Sesselía, Ester og Nína fyrir norðan, íslensk máltækni og mörk og markaleysi

Við fengum heimsókn frá þremur rithöfundum í hljóðver RÚV á Akureyri, ungar konur sem eiga það sameiginlegt vera allar gefa út sínar fyrstu bækur og þær hafa þann háttinn á vera saman í því kynna þær. Þær sögðu okkur frá ferlinu skrifa bækurnar og lásu svo allar stutta kafla úr bókum sínum, þ.e. Sesselía Ólafs úr bók sinni Silfurberg, Ester Hilmarsdóttir úr bók sinni Sjáandi og Nína Ólafsdóttir úr bók sinni Þú sem ert á jörðu.

Við töluðum svo við Irisi Eddu Nowenstein, lektor í íslenskri málfræði og máltækni við og talmeinafræðing við Landspítalann. Hún og samstarfsfólk hennar vinna í mörgu áhugaverðu, meðal annars með því nýta nýjustu tækni sem við ætlum fengum hana til segja okkur frá í dag. Hvernig talgreiningarforrit nýtast, hvernig raddupptökur geta nýst til skima eftir röskunum og sjúkdómum og meta ávinning meðferðar. Auk þess fræddi hún okkur um íslenskar tölvuraddir, risamállíkön og átak sem er framundan í safna röddum til nútímatæknin skilji betur íslensku og þar af leiðandi nýtist betur sem greiningartæki.

Svo voru það Mannlegu samskiptin, Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var aftur hjá okkur, eins og undanfarna fimmtudaga. Síðustu tvær vikurnar var það narsissisminn, ræddi hann um mörk og markaleysi. Hvað það er setja sér mörk, innri og ytri mörk og ýmislegt fleira.

Tónlist í þættinum í dag:

Á Akureyri / Óðinn Valdimarsson (Óðinn Valdimarsson)

Út á stoppustöð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)

Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason)

Handle With Care / Traveling Wilburys (Travelin Wilburys)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,