Mannlegi þátturinn

Þörungasmakk með Eydísi, Átak UN Women og jólahlaðborð á Króknum

Hvernig nýta betur matþörunga og aðra ofurfæðu fjörunnar? Flest þekkjum við söl og margir hafa bragðað þau en hvað annað úr fjörunni er hægt nýta? Á morgun mun Eydís Mary Jónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur kynna ofurfæðuna sem finna í fjöruborðinu og gefur gestum smakka. Eydís kom í þáttinn í dag.

UN Women á Íslandi standa fyrir árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi og í ár er athyglinni beint stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Fyrir milljónir kvenna og stúlkna hefur sítengdur stafrænn heimur orðið vettvangur ofbeldis, netáreitni, ofsóknum á netinu, misnotkun á persónulegum upplýsingum, dreifingu myndefnis án samþykkis, djúpfalsmynda og upplýsingaóreiðu. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi kom í þáttinn og sagði frá átakinu.

Það eru ekki allir sem eiga þess kost komast á jólahlaðborð, hvað þá með allri fjölskyldunni. Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið næsta laugardag og það er ókeypis fyrir þau sem mæta. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með mörg járn í eldinum en þetta er stærsta einstaka verkefni klúbbsins á hverju ári. Rótarýfélagar sjá um allan undirbúning og framkvæmd sem er býsna mikið verkefni. Við heyrðum í Ómari Braga Stefánssyni frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Nevins, Nevins & Dunn, texti Jón Sigurðsson)

That’s What Friends Are For / Dionne Warwick & Friends (Burt Bacharach, Carole Bayer Sager)

Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Láttu mig gleyma / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Þórður Árnason og Jakob Frímann Magnússon, texti Þórður Árnason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

26. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,