Mannlegi þátturinn

Að nýta Lego kubba til lausna, Sara Rós og ADHD fræðsla og viðvörunarbjöllur í samböndum

Við fræddumst í dag um Lego Serious Play, sem er aðferð fyrir stjórnendur og fyrirtæki til finna lausnir við áskorunum með hjálp Lego kubba. Steinunn Ragnarsdóttir stjórnunarráðgjafi lærði þessa aðferð í Danmörku og hún sagði okkur betur frá henni í þættinum.

Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna 2025 hlaut Sara Rós Kristinsdóttir ráðgjafi fyrir ómetanlegt framlag til fræðslu og valdeflingu fólks með ADHD og aðstandendur þeirra. Sara Rós hefur á undanförnum árum verið áberandi í fræðslu ásamt því vera talskona taugafjölbreytileika. Sjálf greindist hún á fullorðinsárum, sem hefur veitt henni dýpri innsýn og tækifæri til mæta öðrum af skilningi. Hún nýtir bæði fagþekkingu og eigin reynslu til brúa bil milli kerfa, fjölskyldna og einstaklinga með valdeflandi nálgun, aðgengi og mannúðlegar lausnir leiðarljósi. Sara Rós kom í þáttinn í dag.

Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Í síðustu viku var hann segja okkur frá langlífum samböndum, hvað þarf til samband verði langlíft og í dag hélt hann áfram fara yfir viðvörunarbjöllur, þ.e. það sem getur ógnað langlífi sambandsins og hvernig er hægt leysa úr því.

Tónlist í þættinum í dag:

Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir)

Ennþá man ég hvar / GÓSS (Kai Normann Andersen, texti Bjarni Guðmundsson)

Í rauðum loga / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Working in the Coal Mine / Lee Dorsey (Allen Toussaint)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,