Mannlegi þátturinn

Hatursorðæða um hinsegin málefni, pörupiltar með fræðslu í fyrirtækjum og Hrund og Innsæi

Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem bar nafnið Öruggarin hinsegin borgir, sem unnin er af Nordic Safe Cities fyrir Reykjavíkurborg. Þar kemur fram ein af hverjum tíu athugasemdum um hinsegin málefni á samfélagsmiðlum inniheldur hatursorðræðu. Þar sést allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hinsegin fólk. Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Ísland kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessari rannsókn og fór með okkur yfir upplifun sína og fólks í félaginu Trans Ísland.

Við fræddumst svo um nýtt uppistand Pörupilta um EKKO málin; Einelti, kynferðislegt áreiti, kynbundið áreiti og ofbeldi. Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Í uppástandinu fara þær í fyrirtæki og nálgast þessi erfiðu og vandmeðförnu málefni á gamansaman hátt. Uppistandið er hugsað sem tækifæri til fræða starfsfólk fyrirtækja um EKKO málin í gegnum húmor. Áður hafa Pörupiltar gert Kynfræðslu Pörupilta sem sýnd var fyrir alla 10. bekkinga sjö ár í röð. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og pörupiltur kom í þáttinn í dag.

Á Heilsuvaktinni ræddi Helga Arnardóttir við Hrund Gunnsteinsdóttur, sem hefur verið sendiherra innsæis um árabil eða allt frá því heimildamynd hennar INNSÆI var birt á Netflix árið 2016 og var sýnd um allan heim. Fyrir nokkru sagði hún upp fastri vinnu sinni og seldi einbýlishús sitt, flutti til Berlínar og skrifaði bókina Innsæi sem hefur komið út á mörgum tungumálum og fengið góðar viðtökur. Hrund er einnig leiðtogaþjálfi og stendur fyrir námskeiðum þar sem hún kennir fólki þekkja innsæið sitt og fylgja því í leik og starfi.

Tónlist í þættinum í dag:

Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)

Clair / Gilbert O’ Sullivan (Gilbert O’ Sullivan)

Way home / Blood Harmony (Örn Eldjárn)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,