Mannlegi þátturinn

Margrét Ákadóttir föstudagsgestur og smákökur og paté í matarspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Ákadóttir leikkona, listmeðferðarfræðingur og kennari. Við fórum með henni aftur í tímann á og í gegnum lífið og ferilinn til dagsins í dag. En Margrét leikur eitt aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd, Víkin, sem var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Spennumynd sem gerist á einum afskekktasta stað á landinu. Margrét sagði okkur betur frá myndinni og sjálfri sér í þættinum í dag.

Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Það er 1. nóvember á morgun og það er heilmikil vetrarstemmning í loftinu, myrkrið, snjórinn, óveður og ófærð minna okkur á það er komin vetur og hverri árstíð fylgir ákveðin stemmning og breyting. Matarsmekkur okkar breytist, þyngist aðeins, sumir nota þá meira smjör og meiri rjóma. Smákökur og paté komu við sögu í matarspjalli dagsins.

Tónlist í þættinum:

Ég fer í nótt / Helgi Björnsson (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson)

People Have The Power / Patti Smith & Choir! Choir! Choir! (F. Smith & Patti Smith)

Both Sides Now / Joni Mitchell (Joni Mitchell)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

31. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,