Mannlegi þátturinn

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf, barnakvikmyndahátíð og samskipti í ástarsamböndum

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf er geysilega mikilvæg í nútímasamfélagi, en það eru liðin 10 ár frá stofnun námsleiðarinnar Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf á meistarastigi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Af því tilefni verður haldið málþing í dag þar sem litið er til baka, heyrt í nemendum, kennurum og samstarfsaðilum, horft til framtíðar og mikilvægi foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar í íslensku samfélagi. Hrund Þórarins Ingudóttir lektor og umsjónarmaður námsleiðarinnar kom í þáttinn og sagði frá.

Við forvitnuðumst svo um Barnakvikmyndahátíðina sem hefst í 12. sinn á laugardag í Bíó Paradís, en þetta árið eru stelpur rauður þráður í dagskrá hátíðarinnar. Lisa Attensperger, skipuleggjandi hátíðarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur frá og við rifjuðum upp æskuminningar úr kvikmyndahúsum.

Svo voru það mannlegu samskiptin, en Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins kom til okkar og hélt áfram fræða okkur um mannleg samskipti því þau geta verið flókin. Hann fór með okkur undanfarna fimmtudaga yfir samskipti og hlutverk innan fjölskyldna. En var komið ástarsamböndum, samskiptin geta ekki síður verið flókin þar.

Tónlist í þættinum í dag:

Mamma mín / Elly Vilhjálms (Jenni Jóns)

Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson)

O mein papa / Robertino (Burkhard, Parsons & Turner

Jeg har travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,