Mannlegi þátturinn

Ráðstefna um offitu, matarveisla í Skagafirði og 100 ára afmæli á Laugum

Stjórn félags fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnu í Salnum í Kópavogi í næstu viku þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um nýjustu þekkingu á offitu, ýmsa vinkla tengda forvörnum og meðferð við offitu. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferðir fullorðinna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ráðstefnunni og þróuninni þegar kemur þessu mikilvæga málefni.

Slow Food samtökin á Íslandi vilja sýna hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við og styrkt þá innviði sem er á hverju svæði og dregið fram sérstöðu þess og stutt við sjálfbæra atvinnuuppbyggingu um landið. Næstu helgi býður Skagafjörður til matarveislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á matarmenningu, staðbundnum hráefnum og persónulegri upplifun af landslagi og lífi í sveitinni. Þátttakendur kynnast fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki. Við heyrðum í Þórhildi Maríu Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Farskólanum símenntunarmiðstöð Norðurlandi vestra í þættinum.

Framhaldsskólinn á Laugum fagnar 100 ára afmæli á laugardaginn, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal frá árinu 1925. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var á línunnu í dag og fræddi okkur um merkilega sögu skólans, starfsemina og afmælið í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Þú trumpar ekki ástina / Bogomil Font og greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)

Vi kommer aldrig til att / Bo Kaspers Orkester (Bo Kasper)

Fragile / Sting (Sting)

The Great Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,