Mannlegi þátturinn

Sálrænt öryggi á vinnustað, Óperudagar og Hjálmar lesandi vikunnar

Upplifir þú sálrænt öryggi á þínum vinnustað? Það er mikilvægt finna til öryggis í hópnum á vinnustað, geta tjáð sig frálst á fundum fyrir framan aðra og þora vera maður sjálfur. Ein skilgreining á sálrænu öryggi er einmitt meðlimir teymis upplifi öryggi til taka félagslega áhættu og vera berskjaldaðir. Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental og sérfræðingur í Mannauðsstjórnun kom í þáttinn í dag.

Tónlistarhátíðin Óperudagar er í fullum gangi og stendur til 26.oktober. Aðstandendur hátíðarinnar og fjölmargir þátttakendur standa fyrir fjölbreyttum söngverkefnum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Borgarbyggð og Reykjanesbæ. Á hátíðinni er boðið upp á um 40 viðburði fyrir alla aldurshópa og um 200 listamenn frá ýmsum löndum koma fram. Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir verkefnisstjóri sagði okkur frá því helsta á Óperudögum í þættinum.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Hjálmar Waag Árnason, fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og kennari. Hjálmar þýddi bókina Marta, Marta eftir færeyska rithöfundinn Marjun Syderbö Kjelnæs, sem við fengum hann til segja okkur aðeins frá og svo auðvitað líka frá þeim bókum sem hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hjalmar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Brennu Njálssaga

Talað við dýrin e. Konraud Loreenz

Meðan eldarnir brenna e. Stacu

og nið e. Jóhannes úr Kötlum

Ljóðasafn Steins Steinarr

Halldór Laxness

Bláskjár

Riddarinn Rauðgrani

Dísa ljósálfur

Bækur um göngu- og hjólaleiðir

Lög í þættinum í dag:

Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Þorgrímur Haraldsson, Sveinbjörn Bjarki Jónsson, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)

Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson)

Mamma / Luciano Pavarotti & Ricky Martin (B. Cherubini, A Cesare Bixio)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,