Mannlegi þátturinn

Kaffistofa Samhjálpar, Hlæjum fyrir milljón og hlutverk innan fjölskyldna

Kaffistofa Samhjálpar mun flytja á Grensásveginn og opna þar í desember en á meðan á framkvæmdum þar stendur verður kaffistofan opin í Hvítasunnukirkjunni við Hátún. Samhjálp hefur undanfarin ár leitað logandi ljósi nýjum stað fyrir kaffistofuna sem hefur verið í Borgartúni í Reykjavík frá 2007. Fyrirkomulagið á nýja staðnum mun breytast þannig þjónusta við skjólstæðinga verður aðskilin eldhúsinu. Það veitir aukin tækifæri segir framkvæmdastýra samtakanna Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem kom í þáttinn í dag.

Gleðismiðjan hefur starfað í fimm ár við skapa gleði, eins og nafnið segir. Smiðjan býður upp á hópeflisæfingar, hláturjóga og fleira fyrir fyrirtæki og allar gerðir hópa. Í staðinn fyrir halda afmælisveislu í tilefni fimm ára afmælisins ætlar Gleðismiðjan láta gott af sér leiða með því ýta úr vör verkefninu Hlæjum fyrir milljón þar sem allar tekjur renna óskiptar til Geðhjálpar. Finnbogi Þorkell Jónsson og Þorsteinn Gunnar Bjarnason, eigendur Gleðismiðjunnar, sögðu okkur betur frá þessu í þættinum í dag.

Svo kom Valdimar Þór Svavarsson til okkar ræða mannleg samskipti, sem geta verið talsvert snúin eins og hefur komið fram í spjalli okkar við hann undanfarna fimmtudaga. Í dag sagði hann okkur frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar.

Tónlist í þættinum í dag:

Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson)

Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Green & Wile, texti Jóhanna G. Erlingsson)

Yummy Yummy Yummy / Ohio Express (Arthur Resnick & Joe Levine)

Massachusetts / Bee Gees (Barry, Robin, Maurice Gibb)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,