Mannlegi þátturinn

Leikveturinn í Landnámssetrinu, virkni eldri borgara og Sigrún lesandi vikunnar

Við héldum áfram yfirferð okkar yfir það sem verður á leiksviðum leikhúsanna í vetur. Í dag var komið Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir ráða ríkjum þar og Kjartan kom til okkar og sagði okkur sögu Landnámssetursins, sem verður 20 ára næsta vor og svo fór hann með okkur yfir það sem verður á döfinni hjá þeim þennan leikveturinn.

er ljúka Íþróttaviku Evrópu eða „#BeActive“, sem er alþjóðlegt hvatningarátak um hreyfingu og bætta heilsu. Við ræddum við Lýðheilsufulltrúa Reykjavíkurborgar, Hörpu Þorsteinsdóttur, um félagslega virkni eldra fólks í Reykjavík og bætt lífsgæði þeirra.

Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Sigrún Alba Sigurðardóttir rithöfundur og doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Við fræddumst aðeins um nýju bókina hennar, Þegar mamma mín og svo fengum við auðvitað vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Rúmmálsreikningur (Om udregning af rumfang) VI e.Solvej Balle

Sct. Jørgen e. Amalie Skram

Vi er fem e. Mathias Faldbakken

Har døden taget noget fra dig giv det tilbage - Carls bog

e. Naja Marie Aidt

Svo talaði hún um höfundana Astrid Lindgren, Guðrúnu Helgadóttir, Anne-Cath Vestly, Milan Kundera, Dostojevski og Isabel Allende

Tónlist í þættinum í dag:

Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Ólafur Gaukur, Jón Sigurðsson og Jón Sigurðsson, texti Ólafur Gaukur og Indriði G. Þorsteinsson)

Ó ljúfa líf / Flosi Ólafsson (erlend lag, texti Flosi Ólafsson)

Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og texti Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIr

Frumflutt

29. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,