Mannlegi þátturinn

Leikárið hjá LA, innanhúshönnun og Silja Ingólfsd. lesandi vikunnar

Við héldum áfram yfirferð okkar um leiksvið landsins þar sem skoðum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur. er komið Leikfélagi Akureyrar, sem er hluti af Menningarfélagi Akureyrar, þar er leikhússtjóri Bergur Þór Ingólfsson, sem var í beinu sambandi frá hljóðveri RÚV á Akureyri. Bergur fór með okkur yfir hvað verður á döfinni hjá þeim í vetur.

Í dag verður Katrín Ísfeld Guðmundsdóttir innanhússarkitekt með áhugavert spjall um innanhússhönnun á Borgarbókasafninu Árbæ þar sem hún gefur gestum og gangandi góð ráð. Í erindi sínu fer Katrín yfir það helsta sem þarf hafa í huga varðandi hönnun heimilisins, svo sem grunnmynd rýmisins, flæði, litaval, stíl og fleira. Við skipulagningu heimila þurfi innanhússarkitektinn í meira mæli lesa í hvaða fólk býr þar, hvernig það umgengst rýmið og hvaða stíll og litir höfða til þess. Katrín sagði betur frá þessu í þættinum.

Lesandi vikunnar var í þetta sinn Silja Ingólfsdóttir, friðar- og átakafræðingur og upplýsingafulltrúi Veitna. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Silja sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:

Franska Sveitarbýlið e. Jo Thomas

Trílógían His Dark Materials e. Philip Pullman

We Wish to Inform You That Tomorrow We Will Be Killed with Our Families: Stories from Rwanda e. Philip Gourevitch

Guð kemur bara til Afghanistan til gráta (Nach Afghanistan kommt Gott nur noch zum Weinen) e. Siba Shakib.

Krossferð á gallabuxum e. Theu Beckman

Kristín Steinsdóttir og Astrid Lindgren

Tónlist í þættinum í dag:

Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson)

Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freysteinn Jóhannsson eða 12.september)

Sveitapiltsins draumur / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,