• 00:06:09Haraldur Ingi Þorleifsson - föstudagsgestur
  • 00:24:26Haraldur Þorleifss. - seinni hluti
  • 00:39:43Matarspjallið - hvítlaukur og skonsur

Mannlegi þátturinn

Haraldur Þorleifsson föstudagsgestur og matarspjall um hvítlauk og skonsur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno árið 2014 í Bandaríkjunum, rekstur þess gekk gríðarlega vel, þau unnu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum í heiminum og það vakti mikla athygli þegar hann seldi fyrirtækið árið 2021 til Twitter og fjölskyldan flutti aftur til Íslands. Eftir það hefur Haraldur brallað ýmislegt, hann kom af stað og stjórnaði verkefninu Römpum upp Reykjavík, til auðvelda aðgengi fyrir hjólastóla. Upprunanlega markmiðið var byggja 100 rampa við fyrirtæki og verslanir í Reykjavík, en lokum voru þeir orðnir yfir 1750 um allt land og hefur hann ýtt úr vör rampaverkefnum í Úkraínu og Panama. Hann minntist móður sinnar, Önnu Jónu, sem lést þegar hann var tíu ára og opnaði veitingastað í hennar nafni, samdi og gaf út eigin tónlist sem Önnu Jónuson. Haraldur er svo auki með hlaðvarpsþætti, bæði á íslensku og ensku, þar sem hann spjallar við áhugavert fólk og í síðustu viku kom í ljós hann er búinn endurvekja Ueno, fyrirtækið sem hann seldi fyrir fjórum árum. Það var um nóg tala við Harald í dag, við ferðuðumst með honum afturbak og áfram í tíma og rúmi, frá Vesturbænum til New York, Buenos Aires og Tokyo.

Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Í dag spjölluðum við um hvítlauk og skonsur.

Tónlist í þættinum í dag:

Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson)

Take Me to Church / Sinéad O’Connor (Kearns & Reynolds)

Delirious Love / Neil Diamond (Neil Diamond)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

19. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,