Mannlegi þátturinn

Kvikmyndatónlist Herdísar, Dagbjört og Sigrún um Sæmund Hólm og mannleg (og meðvirk) samskipti

Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld hefur komið víða við í heimi kvikmyndanna og gert tónlist við bæði erlendar og íslenskar myndir, síðast Eldana sem nýlega var frumsýnd en þar áður við þættina um Vigdísi sem sýndir voru hér á RÚV við góðar undirtektar. Svo hefur hún samið tónlist við tvær kvikmyndir M. Night Shyamalan, leikstjórann heimsfræga. Herdís er búsett hér á landi og eignaðist sitt annað barn fyrir skömmu og er í raun í sínu fyrsta fríi í langan tíma þar sem hún hefur verið uppbókuð í verkefni langt fram í tímann. Á meðan hefur hún einbeitt sér því semja sína eigin tónlist og fyrirhugað er gefa út tvær plötur á næstu misserum. Herdís ræddi við okkur um kvikmyndatónsmíðar og fleira í dag.

Við fræddumst svo aðeins um Sæmund Hólm Magnússon, sem fæddist árið 1749 og var fyrsti háskólamenntaði listamaður íslensku þjóðarinnar. Hann átti mjög merkilega og viðburðarríka ævi og þær Dagbjört Höskuldsdóttir, fyrrverandi banka-útibússtjóri, kaupfélagsstjóri og bóksali í Stykkishólmi og Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, safnstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, hafa kynnt sér líf Sæmundar komu í þáttinn og sögðu okkur frá honum, en þær ætla einmitt halda fyrirlestur um hann í næstu viku í húsakynnum Færeyska Sjómannafélagsins í Skipholti.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur með það sem við köllum Mannleg samskipti, en þau geta einmitt verið talsvert flókin. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, og í dag ræddi hann meðvirkni til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt.

Tónlist í þættinum í dag:

Eldarnir / Herdís Stefánsdóttir (Herdís Stefánsdóttir)

Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson)

Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson)

Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengaard (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

18. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,