• 00:06:25Anna María og Dóra - skyrið og Lífræni dagurinn
  • 00:35:35Veðurspjall, haust og Grímsstaðir - Einar Sveinbj.

Mannlegi þátturinn

Skyrið, Lífræni dagurinn og veðurathugunarstöðin á Grímsstöðum

Hvað varð um íslenska hnausþykka og súra skyrið okkar og af hverju er það orðið aukefnaþeyttri, jafnvel sykraðri þunnri jógúrt sem neytendum býðst nánast eingöngu í matvörubúðum í dag? Neytendur þurfa leggja sig sérstaklega eftir því og fara á tiltekna staði til þess nálgast alvöru skyr eins og þekktist í gamla daga. Hallgrímur Helgason rithöfundur hrinti af stað kröftugri umræðu um íslenska skyrið á samfélagsmiðlum um helgina og sagði fjölmarga sakna þess og spurði hvers vegna við gátum glutrað þessu niður? Við ræddum um hvað hefur breyst á framleiðslu skyrs, mjólkurvara og annarra matvæla síðastliðin ár, stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og Lífræna daginn sem verður haldinn á laugardaginn næstkomandi eða 20.september víða um land. Þær Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow food á Íslandi, og Anna María Björnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og verkefnastjóri Lífræna dagsins, voru með okkur í þættinum í dag.

Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í Veðurspjallið. Í þetta sinn ræddi hannum veðrabrigðin, en það eru talsvert greinileg haustteikn í kortunum, kannski greinilegri en oft áður. Og sagði hann frá heimsókn sinni á Grímsstaði á Fjöllum í sumar. Þar hefur verið veðurathugunarstöð í yfir hundrað ár og er hún ein síðasta mannaða stöðin á landinu.

Tónlist í þættinum í dag:

Lambalæri / Ómar Ragnarsson og Lúdó sextett (Hank Williams, texti Ómar Ragnarsson)

Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Vindar hausti / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Antonio Carlos Jobim, texti Birkir Blær Ingólfsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

16. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,