Mannlegi þátturinn

Hollar skólamáltíðir, breytt nálgun í geðheilbrigðismálum og póstkort frá Magnúsi

Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna er yfirskrift málþings sem verður haldið þann 13. maí í samstarfi Menntavísindasviðs og Aldins, samtaka eldri borgara gegn loftslagsvá. Meginmarkmiðið er varpa ljósi á tengsl hollra skólamáltíða, umhverfis og líðan barna í námi og starfi. Málþingið er öllum opið og séstakir gestir koma frá Finnlandi og Svíþjóð og lýsa reynslu sinni af fyrirkomulagi skólamáltíða . Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur kom í þáttinn og sagði frá.

Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025 er yfirskriftin á ráðstefnu og vinnustofum sem Geðhjálp stendur fyrir. Þar munu koma fram fyrirlesarar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum, nálgun sem hefur skilað árangri. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar kom til okkar í dag og sagði okkur meðal annars frá áfallameðvituðu fangelsiskerfi og fleiru sem rætt verður um á ráðstefnunni. Upplýsingar um ráðstefnuna finna hér: https://socialchange.is/

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins talaði Magnús um Lundahlaupið, The Puffin Run eins og það heitir opinberlega, en það er baki í Vestmannaeyjum og þótti takast einstaklega vel. Magnús segir frá því hann missti gersamlega af öllu því tilstandi því hann var fylgjast með úrslitaleiknum í snóker sem fór fram á sama tíma. Hann segir aðeins frá sögu þessa vinsæla leiks og ennfremur af helstu snókerstjörnu samtímans, Ronnie O'Sullivan sem Magnús segir gallaður snillingur.

Tónlist í þættinum í dag:

Sjáumst aftur / Páll Óskar (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)

Vegbúi / Una Torfa og Elín Hall (KK)

Stella í orlofi / Diddú (Valgeir Guðjónsson)

Froðan / Jón Jónsson og Ragnar Bjarnason (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Ásgeir Sæmundsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

7. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,