• 00:05:25Grétar Örvarsson - föstudagsgestur
  • 00:21:04Grétar Örvarsson - seinni hluti
  • 00:37:18Matarspjall - sumarkjúklinga- og lambaréttur

Mannlegi þátturinn

Grétar Örvarsson föstudagsgestur og sumarmatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Grétar Örvarsson. Hann þekkja auðvitað flestir úr hljómsveitinni Stjórninni þar sem hann og Sigga Beinteins hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar, til dæmis í Eurovision og mun víðar. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar á Höfn í Hornafirði, þar sem hann ólst upp á heimili ömmu sinnar og afa. Hann sagði til dæmis sögur af því þegar heimilið breyttist í fæðingarheimili, því amma hans var ljósmóðir og svo þegar hann byrjaði spila fyrir dansi fimmtán ára á hótelinu á Höfn. Við fórum á handahlaupum með honum í gegnum lífið til dagsins í dag en hann stendur fyrir tónleikum eftir viku í Salnum í Kópavogi undir nafninu Sunnanvindur - eftirlætislög Íslendinga.

Sigurlaug Margrét var svo auðvitað með okkur í matarspjallinu og í dag, í upphafi sumars, töluðum við um kjúklingarétt með sólþurrkuðum tómötum, og hægeldaðan lambabóg úr smiðju Yotam Ottolenghi.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég er kominn heim / Óðinn Valdimarsson (Imre Kálmán, texti Jón Sigurðsson)

Eina nótt (láttu mjúkra lokka flóð) / Grétar Örvarsson (Kris Kristofferson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Sumarlag / Stjórnin (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

25. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,