Mannlegi þátturinn

SLF leitar að nýju nafni, jazzsöngkonur og páskaveðrið

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kallar eftir hugmyndum um nýtt nafn fyrir félagið. Þegar félagasamtökin voru stofnuð, um miðja síðustu öld, geysaði skæð farsótt, lömunarveikin, sem lagðist af þunga á fjölmörg börn og ungt fólk. Tímarnir hafa breyst og margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu og enn er ýmsir þröskuldar á vegi fólks með fötlun, áþreifanlegir og óáþreifanlegir. Bergljót Borg, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, kom í þáttinn og sagði okkur sögu samtakanna og leitinni nýja nafninu, sem þau vilji verði einkennandi fyrir gildi, starfsemi og framtíðarsýn félagsins.

Jazzsöngkonur koma saman síðasta vetrardag og syngja lög þekktra söngkvenna eins og Peggy Lee, Judy Garland, Julie London og fleiri. Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns og Silva Þórðar, þrjár af fimm söngkonum sem koma fram á tónleikunum, komu til okkar í dag og spjölluðu um líf jazzsöngkonunnar og þau verkefni sem þær eru fást við.

Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið, en í dag ræddi við okkur um borgarskóga og áhrif þeirra á til dæmis veðurfar. Hann talaði um umskiptin í veðrinu framundan og hugtakið páskahret og svo auðvitað skoðaði hann aðeins páskaveðrið sem lítur bara nokkuð vel út víðast hvar um landið.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég hef heyrt / BG og Ingibjörg (Lois Armstrong, texti BG og Ingibjörg)

Fever / Peggy Lee (John Davenport og Eddie Cooley)

Tenderly / Rosemary Clooney (Walter Cross og J.Lawrence)

Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Hachidai Nakamura & Rokusuke Ei)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

15. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,