Mannlegi þátturinn

Íslenskunámið Speak Viking, Barnamenningarhátíð og Gáttatif á heilsuvaktinni

Við spjölluðum í dag við Óskar Braga Stefánsson sem kennir fólki íslensku á netinu undir því sem hann kallar Speak Viking. Nemendur hans, sem eru orðnir gríðarlega margir, koma hvaðanæva úr heiminum og fer kennslan fram í gegnum netið. Óskar Bragi er ekki lærður kennari, en viðlíka námskeið eru til í flestum tungumálum á netinu, til dæmis á youtube og gefa þau áhugasömum tækifæri læra framandi tungumál. Óskar sagði okkur frá því hvernig þetta kom til og hvernig hefur gengið í þættinum, en hægt er finna Speak Viking til dæmis á Instagram og Youtube.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík hófst í dag og fer fram um alla borg þar sem boðið verður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir. Við heyrðum í Björgu Jónsdóttur, verkefnastjóra Barnamenningarhátíðar, þar sem hún var stödd í Hörpu ásamt mörg hundruð krökkum á opnun hátíðarinnar.

Svo var það heilsuvaktin í dag, en svokallað gáttatif, sem er hraður óreglulegur hjartsláttur og getur valdið óþægindum og töluverðum ótta hjá fólki, hefur færst í aukana meðal annars með hækkandi aldri fólks en líka í kjölfar aukinnar ofþyngdar og í tengslum við kæfisvefn. Gáttatif er ekki hættulegt eitt og sér en mikilvægt er greina það snemma og veita meðferð við því. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir hefur nýlokið við doktorsgráðu sína þar sem hún rannsakaði lífeðlisfræðileg og sálfræðileg áhrif gáttatifs. Hún segir mikilvægt þeir sem greinist með gáttatif hætti ekki gera það sem þeir eru vanir gera, haldi áfram hreyfa sig og lifa lífinu til fulls. Hún mælir þó alls ekki með fólk fari á fyllerí, eins og hún orðar það, eða stundi fjallamaraþon. Raunar mælir hún bara alls ekki með fólk, hvort sem það er með gáttatif eða ekki, stundi hvers kyns ofurhlaup eða bakgarðshlaup sem krefjast svefnlausra nótta og samfelldrar áreynslu í marga klukkutíma. Helga Arnardóttir ræddi við Helgu Margréti á heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Eitt lag enn / GÓSS (Hörður G. Ólafsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Silver Lining / Laufey (Laufey Lín Jónsdóttir og Spencer Stewart)

Hlaupasting / Inspector Spacetime (Inspector Spacetime (Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir) og texti byggður á svörum 4.bekkinga í skólum Reykjavíkurborgar)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

8. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,