• 00:04:30Silja Bára Ómarsd. - föstudagsgestur
  • 00:21:42Silja Bára - seinni hluti
  • 00:38:58Matarspjallið - matvöruverslanir erlendis

Mannlegi þátturinn

Silja Bára föstudagsgestur og matvöruverslanir erlendis í matarspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands. Silja á langan akademískan feril baki í stjórnmálafræði og alþjóðastjórnmálum. Flestir þekkja hana sem sérfræðing í bandarískum stjórnmálum og alþjóðamálum og er hún tíður gestur í fjölmiðlum fyrir kosningar úti í heimi. Silja tók BA próf og MA gráðu í Bandaríkjunum en þegar hún var í doktorsnámi í Californiu gerðist alvarlegt atvik í hennar lífi sem hafði mikil áhrif á hana og varð til þess hún flutti til Íslands og seinkaði doktorsgráðunni sem hún tók þó síðar á Írlandi. Silja sagði okkur frá því og öðru sem hefur mótað hana eins og uppvextinum í Ólafsfirði, bókum sem hún las í æsku og kennslu sem hún segist hafa mikla ánægju af. Hún sagði okkur líka hvernig hún vill sjá Háskóla Íslands fyrir sér sem næsti rektor, en hún tekur við embættinu 1.júlí næstkomandi.

Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét var stödd við landamæri Spánar og Frakklands og hún ákvað því tala um matvöruverslanir þar og erlendis yfir höfuð. Á ferðalögum getur verið mjög gaman og minnsta kosti áhugavert fara í matvöruverslanir og sjá aðrar vörur en við erum vön hér úti í búð. Sem sagt matvöruverslanir erlendis í matarspjalli dagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Heim í Búðardal / Ðe lónlí bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Purple Rain / Prince (Prince)

Just a Girl / No Doubt (Gwen Stefani & Tom Dumont)

UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,