Mannlegi þátturinn

Kalak - vinafélag Íslands og Grænlands, fjármál og sambönd og Þórhildur lesandi vikunnar

Kalak er heiti á vinafélagi Grænlands og Íslands var stofnað í mars árið 1992. Markmið KALAK er vinna auknum samskiptum Íslands og Grænlands, einkum á sviði félags- og menningarmála. Félagið hefur gegnum tíðina haldið fjölmörg mynda- og fræðslukvöld, staðið fyrir grænlenskum dögum og stutt við samfélagsleg verkefni á Grænlandi, sérstaklega í þágu ungs fólks. Stærsta verkefni KALAK hefur verið heimsókn 12-13 ára barna, frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands. Hingað hafa þau komið ásamt fylgdarliði kennara og til dæmis sótt skóla í Kópavogi, þar sem þau kynnast jafnöldrum. KALAK hefur líka frá upphafi tekið virkan þátt í skáklandnámi og verkefnum Hróksins á Grænlandi. Jósep Gíslason formaður og Skúli Pálsson gjaldkeri komu í þáttinn í dag.

Georg Lúðvíksson var hjá okkur í dag með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn talaði hann um fjármál og sambönd. Mikilvægi þess vera á sömu blaðsíðu í fjármálum í sambandi eða hjónabandi.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Brú Strategy, hlaðvarpsstjórnandi og dagskrárgerðarkona. Hún sagði okkur hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þórhildur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Þúsund bjartar sólir e. Khaled Hosseini

Small things like these e. Klare Ceegan

Karitas án titils / Óreiða á striga e. Kristín Marja Baldursdóttir

Everything I know about love e. Dolly Alderton

Á milli landshorna e. Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárdal (afi Þórhildar)

Bróðir minn ljónshjarta e. Astrid Lindgren

Tónlist í þættinum í dag:

Austurstræti / Laddi (Þórhallur Sigurðsson)

Verum í sambandi / Sprengjuhöllin (Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason)

Aleinn og mæddur / HIGG & HB (Jimmy Cox, texti Gunnar Jóhannes Gunnarsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

10. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,