Mannlegi þátturinn

Reynslusaga Hildar M. Jónsd., fjárhagslegt frelsi og Björg lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn var áfram á heilsunótunum í dag. Hildur M. Jónsdóttir heilsuráðgjafi kom í þáttinn í dag, en hún glímdi í áratugi við gigtarsjúkdóma, bólgusjúkdóma og mikla verki og hún segir það hafi tekið um 20 ára rannsóknarvinnu koma sjálfri sér til heilsu á ný. Hildur kallar eftir nýrri nálgun innan heilbrigðiskerfisins og við heyrðum hennar sögu í dag.

Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisfjármálum var svo hjá okkur í dag með Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn fjallaði hann um það öðlast fjárhagslegt frelsi og reyna komast úr hamstrahjólinu.

Svo var lesandi vikunnar auðvitað á sínum stað og í þetta sinn var það Björg Björnsdóttir, safnstjóri í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum og ljóðskáld. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Björg talaði um eftirfarandi bækur og höfund:

Hundagerðið e. Sofi Oksanen

Skiptidagar e. Guðrúnu Nordal

90 sýni úr minni mínu e. Halldóru Thoroddsen

Blóðhófnir e. Gerði Kristnýju

Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur

Tónlist í þættinum í dag

Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)

Gjöf / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

24. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,