Mannlegi þátturinn

Nýtt merki fyrir kynhlutlaust rými, fjárhagslegt uppeldi og Birta lesandinn

Samtökin '78, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl. Fimm ár eru liðin frá því lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt og Ísland er fremst í flokki hvað varðar lög sem þessi. Hins vegar er vandað og skýrt tákn fyrir kynhlutlaus rými enn ekki til. Samtökin '78 margar fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum varðandi táknnotkun, bæði hérlendis og erlendis frá. Anton Jónas Illugason, formaður Félags íslenskra teiknara og Magnús Bjarni Gröndal rekstrarstjóri samtakanna 78 komu í þáttinn í dag.

Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var hjá okkur í dag eins og undanfarna mánudaga með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn ætlar hann velta fyrir sér fjárhagslegu uppeldi og koma með einhver góð ráð í þeim málum.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Birta Björnsdóttir fréttakona, hún setti sér markmið fyrir nokkrum árum lesa visst margar bækur á ári, en þurfti svo aðeins endurskoða þau markmið. Við heyrðum betur af því og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Birta talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Líkami okkar, þeirra vígvöllur e. Christinu Lamb

Sjö fermetrar með lás e. Jussi Adler Olsen

Bókasafn föður míns e. Ragnar Helga Ólafsson

Isabel Allende, og Hús andanna

Einar Kárason, Óvinafögnuður, Killiansfólkið, Djöflaeyjan og Gulleyjan.

Tónlist í þættinum í dag:

Stúlkan / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir)

Svarthvíta hetjan mín / Dúkkulísur (Gréta Jóna Sigurjónsdóttir)

Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,