Mannlegi þátturinn

Roðagyllum heiminn, leiklistarkennsluaðferðir og veðurspjallið með Einari

Soroptimistasamband Íslands samanstendur af 20 klúbbum um allt land sem eru hluti af alþjóðlegum samtökum kvenna sem stuðla bættri stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Á sunnudaginn var Soroptimistaklúbbur Vestfjarða stofnaður. Við töluðum við Sigríði Kr. Gísladóttur og Hörpu Guðmundsdóttur um Soroptimista og þeirra starf og átakið Roðagyllum heiminn, en í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, hófst 16 daga vitundarvakning þar sem Soroptimistar fræða fólk til þekkja rauðu aðvörunarljósin þegar kemur stafrænu ofbeldi.

FLÍSS, Félag um leiklist í skólastarfi, heldur hátíðlegan IDEA daginn á morgun. IDEA eru alþjóðasamtök leiklistar/leikhúss og menntunar. Haldið er upp á daginn árlega til þess fagna og minna á mikilvægi þess nota kennsluaðferðir leiklistar í skólum landsins. Leiklist kom inn í Aðalnámskrá grunnskóla árið 2013 og er nú orðin að fullgildri kennslugrein til jafns við aðrar listgreinar. Ása Helga Ragnarsdóttir, formaður FLÍSS, og Halldóra Björnsdóttir leikkona og leiklistarkennari komu í þáttinn.

Einar Sveinbjörnsson kom til okkar í Veðurspjallið í dag. Í þetta sinn fræddi hann okkur um daggarmark loftsins, veðurútlit næstu daga og kosningaveðrið en mikil óvissa er í spám eftir þessum frostakafla lýkur. lokum sagði hann okkur frá bókinni Veðurfregnir og jarðafarir eftir Maó Alheimsdóttur, en það er skáldsaga þar sem veðurfræðingur er ein aðalpersónan.

Tónlist í þættinum:

Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson, texti Bragi Valdimar Skúlasons)

Smile / Nat King Cole ( Charlie Chaplin, Geoffrey Parsons og John Turner)

Knowing me knowing you / ABBA (Benny og Björn)

Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

26. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,